spot_img
HomeFréttirStúlkurnar hefja leik í Búlgaríu á morgun

Stúlkurnar hefja leik í Búlgaríu á morgun

U16 ára lið stúlkna er síðasta yngra landslið KKÍ á þessu ári sem heldur út til að taka þátt á Evrópumóti FIBA sumarið 2019 en þar leika þær í B-deild í ár.


46 þjóðir innan FIBA Europe eiga fulltrúa á EM U16 stúlkna. Þar leika 16 þjóðir í A-deild, 23 í B-deild og 7 þjóðir í C-deild.

Stelpurnar og fylgdarlið þeirra hélt út í gærmorgun til Sofiu í Búlgaríu þar sem mótið fer fram. Þær hafa daginn í dag til æfinga og að undirbúa sig fyrir fyrsta leik sinn á mótinu.

Fyrsti leikur stelpnanna fer fram á morgun, fimmtudag, þegar þær mæta Serbíu kl. 13:00 að íslenskum tíma.


Ísland leikur í A-riðli með Slóveníu, Bosníu, Rúmeníu, Svartfjalllandi og Serbíu. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti.
Tvö efstu liðin í hverju riðli fara beint í 8-liða úrslit og hin liðin leika um sæti 9.-23.

Hægt er að sjá alla dagskrá og nánari upplýsingar um mótið auk þess að hægt er að fylgjast með lifandi tölfræði og beinum netútsendingum frá öllum leikjunum á heimasíðu mótsins hér.

U16 ára landslið Íslands á EM er þannig skipað:
Anna Lilja Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Elísabeth Ýr Ægisdóttir · Grindavík
Helena Haraldsdóttir · Vestri
Helena Rafnsdóttir · Njarðvík
Júlía Ruth Thasaphong · Grindavík
Karen Lind Helgadóttir · Þór Akureyri
Lára Ösp Ásgeirsdóttir · Njarðvík
Marín Lind Ágústsdóttir · Tindastóll
Sigurveig Sara Guðmundsdóttir · Njarðvík
Tinna Guðrún Alexandersdóttir · Snæfell
Viktoría Rós Horne · Grindavík
Vilborg Jónsdóttir · Njarðvík

Þjálfari: Ingvar Þór Guðjónsson
Aðstoðarþjálfarar: Hákon Hjartarson og Margrét Ósk Einarsdóttir
Sjúkraþjálfari/nuddari: Þráinn Erlendsson

Fréttir
- Auglýsing -