spot_img
HomeFréttirStúlkurnar grátlega nálægt fyrsta sigrinum gegn Svartfjallalandi

Stúlkurnar grátlega nálægt fyrsta sigrinum gegn Svartfjallalandi

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu. Í dag tapaði liðið sínum fjórða leik á mótinu fyrir Svartfjallalandi, 59-63.

Ísland fór ill af stað í leik dagsins. Voru komnar 9 stigum undir strax eftir fyrsta leikhluta, 9-18. Í öðrum leikhlutanum náðu þær þó að rétta sig við, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik voru þær komnar með 4 stiga forskot, 31-27.

Seinni hálfleikurinn var svo jafnari en sá fyrri. Svartfjallaland náði aftur í forystuna í þriðja leikhlutanum og var 1 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 40-41. Í honum var leikurinn svo að mestu í járnum. Svartfjallaland skrefinu á undan í lokin og unnu að lokum með 4 stigum, 59-63.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Marín Ágústsdóttir, en hún skilaði 9 stigum, 4 fráköstum, 3 stolnum boltum og stoðsendingu á rétt tæpum 15 mínútum spiluðum af bekk Íslands.

Næst mun liðið leika lokaleik sinn í riðlakeppni mótsins, gegn Rúmeníu kl. 17:30 á morgun.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Fréttir
- Auglýsing -