spot_img
HomeFréttirStúlkur fjölmenna í körfuboltann

Stúlkur fjölmenna í körfuboltann

Ásókn stúlkna í að æfa körfubolta með KFÍ hefur aukist mikið að sögn Birnu Lárusdóttur, formanns barna- og unglingaráðs félagsins. „Það er ótrúlega gaman að sjá aukninguna þar. Það byrjuðu hátt í 20 stelpur á aldrinum 9-10 ára að æfa í haust en margar þeirra kynntust körfuboltanum í íþróttaskóla Héraðssambands Vestfirðinga. Það er okkur mikið keppikefli að fá stelpur inn í skipulagt íþróttastarf. Það má líka geta þess að það hefur einnig verið aukning hjá 9-11 ára strákum en þar njótum við starfskrafta Jason Anthony Smith, sem er þailreyndir þjálfari barna og unglinga,“ segir Birna.
 
Birna segir ennfremur að konur séu í meirihluti í stjórn ráðsins og að það sé ákveðið „girl power“ í gangi innan félagsins. Nefnir hún sem dæmi nokkra þjálfara sem hafa staðið sig með prýði í vetur. Heiðdís Hrönn Magnúsdóttir er aðstoðarþjálfari minnibolta stúlkna, Stefanía Ásmundsdóttir er þjálfari minnibolta yngri og Sunna Sturludóttir aðstoðar bæði hana og Heiðdísi. Þá er Sigríður Guðjónsdóttir með krílakörfuna og henni til aðstoðar er Rósa Överby. „Það er óhætt að segja að það sé mikil gróska í krílakörfunni sem er gjaldfrjáls fyrir nemendur í 5. bekk grunnskóla. Við erum með hátt í sextíu iðkendur á aldrinum 11 ára og yngri,“ segir Birna.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -