spot_img
HomeFréttirStúlknaflokkur KR Reykjavíkurmeistari 2008

Stúlknaflokkur KR Reykjavíkurmeistari 2008

10:30
{mosimage}

(Dóra Björk gerði 41 stig í úrslitaleiknum) 

KR-stúlkur í stúlknaflokki sigruðu Ármann 83-28 í úrslitaleik á Reykjavíkurmótinu 6. janúar síðastliðinn. Dóra Björk Þrándardóttir lék stórvel og skoraði 41 stig.  

Sunnudaginn 6. janúar fór fram Reykjavíkurmótið í Stúlknaflokki og var það haldið í Íþróttahúsi Hagaskóla. Stelpurnar áttu að leika tvo leiki, en því miður mættu ÍR-stúlkur ekki til leiks og því var leikurinn gegn Ármanni úrslitaleikur.

Mikill munur er á liðunum enda hafa KR-ingarnir 3 stúlkur í liðinu sem æfa og spila með meistaraflokki kvenna. KR-stúlkur fóru með auðveldan sigur: 83-28. Dóra Björk 41 stig, Kolbrún Heiða 14, Þorbjörg Andrea 13, Soffía Hjördís 6, Raghildur 4, Ingunn 3 og Kristbjörg 2. 

www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -