spot_img
HomeFréttirStreet Ball mót í Reykjanesbæ

Street Ball mót í Reykjanesbæ

12:47
{mosimage}

 

(Sport Court völlurinn í Keflavík er ekki ósvipaður þessum hér á myndinni) 

 

Veðurspáin segir 14 stiga hiti og heiðskýrt í Reykjanesbæ á morgun og því ekki úr vegi að taka þátt í Street Ball móti sem haldið verður á Sport Court vellinum við Toyotahöllina í Keflavík.

 

Mótið er á morgun, laugardaginn 19. júlí, og hefst keppni kl. 13:00. Enginn aðgangseyrir er í mótið og skráning fer fram á staðnum. Það eru allir velkomnir í þetta Street Ball mót og verðlaun verða í boði fyrir sigurliðið. Þrír leikmenn eru inni á vellinum í einu í hverju liði en eitt lið má samanstanda af alls fimm leikmönnum.

 

Karfan.is hvetur sem flesta til þess að mæta með lið í mótið en stefnan er sett á nokkur Street Ball mót til viðbótar og svo eitt risamót á Ljósanótt fyrstu helgina í september.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -