spot_img
HomeFréttirStrákarnir leggja á sig mikla vinnu

Strákarnir leggja á sig mikla vinnu

 
Rob Newson tók við ungu liði FSu í sumar af Brynjari Karli Sigurðssyni og var það fyrirséð að töluverðar breytingar yrðu á liðinu. FSu missti þá Árna Ragnarsson, Sævar Sigurmundsson og Véstein Hafsteinsson Vestur um haf og ljóst að þeirra er sárt saknað á Selfossi. FSu hafa nú tapað fjórum fyrstu leikjunum sínum en Newson segir sína menn leggja á sig mikla vinnu.
,,Við erum með mjög ungt lið en við eigum von á bandarískum leikmanni á næstu dögum og vonandi getur hann leitt liðið áfram úr þessum ógöngum og komið meira skipulagi á okkar leik,“ sagði Newson í samtali við Karfan.is í Ásgarði. Nýji leikmaðurinn verður leikstjórnandi en það kom bersýnilega í ljós í kvöld að sú staða er í augnablikinu að baka FSu nokkur vandræði.
 
,,Þetta er virkilega erfitt því við erum með lágvaxið lið en drengirnir leggja á sig mikla vinnu en þetta er samt strembið. Með áframhaldandi vinnu reynum við að verða betri, taka framförum og það er það eina sem við getum gert. Við reynum að verða eins góðir og við mögulega getum og svo sjáum við hvað kemur út úr því,“ sagði Newson sem vonast til þess að nýji leikmaðurinn verði kominn í svartan búning snemma í næstu viku.
 
Fréttir
- Auglýsing -