13:18
{mosimage}
(Amaré Stoudemire)
Miðherjinn Amaré Stoudemire hefur misst af þremur leikjum í röð hjá Phoenix Suns það sem af er þessari leiktíð. Hann hefur átt við eymsli að glíma í hné en segist ætla að ná leiknum gegn Miami Heat annað kvöld.
,,Ég vil ekki fara of geyst af stað og eiga það á hættu að meiða mig enn meira,” sagði leikmaðurinn. Stoudemire fór snemma í október í aðgerð vegna meiðsla sinna og lék lítið eitt á undirbúningstímabilinu en jafnan var nokkuð óvíst hvort hann gæti spilað.
Stoudemire var með 20,4 stig að meðaltali í leik hjá Phoenix á síðustu leiktíð en auk þess tók hann að jafnaði 9,6 fráköst í leik.



