spot_img
HomeFréttirStoudamire og Nash sjóðheitir hjá Suns

Stoudamire og Nash sjóðheitir hjá Suns

09:28:53
Félagarnir Amare Stoudamire og Steve Nash voru mennirnir á bak við sigur Phoenix Suns á Toronto Raptors í nótt,113-117, en Suns hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir þessa viðureign. Stoudamire var með 31 stig og Nash með 18 stoðsendingar auk þess sem hann gerði út um leikinn með sniðskoti þegar um 12 sek voru eftir af leiknum.

Hjá Raptors, sem hafa tapað fimm leikjum í röð, var Anthony Parker stigahæstur með 26 stig.

Í Oklahoma-borg máttu heimamenn í Thunder játa sig sigraða einu sinni enn þegar Dwayne Wade og félagar í Miami Heat lögðu þá að velli, 94-104. Heat, sem voru að ljúka erfiðri útileikjaferð, áttu enn nóg eftir í tönkunum til að vinna botnliðið, en Wade, sem er stigahæsti leikmaðurinn í NBA-deildinni, leiddi sína menn með 32 stig og 10 stoðsendingar.

Kevin Durant var stigahæstur í liði Oklahoma með 31 stig.

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -