spot_img
HomeFréttirStórveldið Zalgiris: Halda áfram að vinna

Stórveldið Zalgiris: Halda áfram að vinna

14:00

{mosimage}
(Leikmenn Zalgiris fögnuðu ákaft um helgina)

Zalgiris Kaunas vann sinn fimmta titil á síðust sex árum í litháensku deildinni um helgina þegar félagið lagði Lietuvos Rytas 75-81 í framlengdum leik. Unnu þeir einvígið 4-1 en fimmti leikurinn fór fram á heimavelli Rytas.

Timabilið hjá Zalgiris hefur verið gott en þeir komust í 16-liða úrslit í meistaradeildinni í vetur eins og Lietuvos Rytas og þeir unnu Eystrarsaltshafsdeildina.

Stigahæstur hjá Zalgiris var DeJuan Collins með 15 stig, Jonas Maciulis var með 14 og Eurelijus Zukauskas setti 11 stig.

Hjá Rytas skoraði Mindaugas Lukauskis 19 stig, Kenan Barjramovic var með 16 og þeir Hollis Price og Marijonas Petravicius skoruðu 13 stig hvor.

[email protected]

Mynd: euroleague.net

Fréttir
- Auglýsing -