spot_img
HomeFréttirStórsigur Þórs í Borganesi

Stórsigur Þórs í Borganesi

15:40

Á föstudagskvöldið áttust við Skallagrímur og Þór Akureyri í 1.deild kvenna.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-16 og allt leit út fyrir jafnan og spennandi leik. Þórs stelpur mættu hins vegar vel tilbúnar í annan leikhluta og spiluðu grimma vörn og skoruðu mikið og unnu leikhlutann 5-23 og staðan orðin 17-39.

 

Þórstelpurnar slökuðu aðeins á í vörninni í 3ja leikhluta og Skallagrímsstelpur áttu auðveldara með að skora en Skallagrímur náði ekki að stoppa stórsókn Þórs og Þór hélt áfram að auka muninn og unnu leikhlutann 20-27. Fjórði leikhluti var síðan algjörlega eign Þórs sem vann leikhlutann 6-27 og unnu stórsigur 43-83.

 

Stigahæstar í liði Þórs voru Anna Þorsteinsdóttir, Hulda Þorgilsdóttir og Margrét Albertsdóttir allar með 17 stig og Rut Konráðsdóttir skoraði 16 stig.

 

Hjá Skallagrím var Kristín Markúsdóttir stigahæst með 12 stig og Rósa Indriðadóttir með 11 stig.

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -