spot_img
HomeFréttirStórsigur Sundsvall í fyrsta heimaleik

Stórsigur Sundsvall í fyrsta heimaleik

Sundsvall Dragons hafa rétt stefnuna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en Drekarnir burstuðu KFUM Nassjö í kvöld 92-53 í fyrsta heimaleik Sundsvall á tímabilinu. Tvö stig í hús eftir tap í fyrstu umferð deildarinnar.
 
 
Þrír voru jafnir og stigahæstir í liði Sundsvall með 14 stig og á meðal þeirra var Ægir Þór Steinarsson en hann var einnig með 2 fráköst og 2 stoðsendingar. Alex Wesby og Andre Nilsson voru einnig með 14 stig. Hlynur Bæringsson gerði 9 stig og tók 6 fráköst í leiknum og Jakob Örn Sigurðarson bætti við 8 stigum og 5 stoðsendingum.
 
Eftir tvær umferðir í Svíþjóð eru þrjú lið sem hafa ekki tapað leik en þau eru Boras, Södertalje og Norrköping.
  
Fréttir
- Auglýsing -