15:35
{mosimage}
Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst í dag
U16 ára lið kvenna vann stórsigur á liði Gíbraltar nú fyrir stundu, 108-24. 84 stiga sigur en þó ekki stærsti sigurinn í sögunni hjá U16 ára liðinu en stærsti sigurinn hingað til var gegn Gíbraltar 2002, 86 stig. Guðbjörg Sverrisdóttir var stigahæst í dag með 24 stig auk þess sem hún tók 9 fráköst. Allir leikmenn Íslands skoruðu í dag.
Bergdís Ragnarsdóttir var með 15 stig og 9 fráköst og Heiðrún Kristmundsdóttir skoraði 12.
Liðið mætir Albaníu á morgun og er það úrslitaleikur um sigur í riðlinum.
Mynd: www.vf.is



