Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar í CCC Polkowice unnu stórsigur í kvöld gegn liði Widzew Lódz, 70:45. Helena hafði hægt um sig í þessum leik og skoraði 8 stig á 24 mínútum og bætti við 2 fráköstum. Um var að ræða skildu sigur hjá Polkowice ef svo má segja þar sem Widzew eru í neðsta sæti deildarinnar. Polkowice eru í fjórða sæti með 15 sigra og 6 töp í vetur.



