spot_img
HomeFréttirStórsigur Ármanns/Þróttar í Höllinni (Umfjöllun)

Stórsigur Ármanns/Þróttar í Höllinni (Umfjöllun)

20:14

{mosimage}

Ármann/Þróttur og Tindastóll áttust við í 1.deild kvenna í dag í Laugardalshöll. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og komust í 6-0 á stuttum tíma. Tindastóll var að spila svæði og Ármann fékk mikið af skotum en ekkert fór ofan í. En á 4. mínútu sögðu Ármanns stelpur hingað og ekki lengra og skoruðu næstu 10 stig og setti Rut Ragnarsdóttir hjá Ármann tvo þrista og kveikti í sínu liði. Á stuttum tíma var staðan orðin 10-6 fyrir Ármann og endaði leikhlutinn 13-8 fyrir Ármann.

 

Ármann/Þróttur byrjaði síðan 2.leikhluta með mikilli baráttu og stífri vörn og áttu Tindastólsstelpur engin svör. Ármann Þróttur vann leikhlutann 23-4 og staðan orðin 36-12. Í 3.leikhluta hélt áfram þessi einstefna og Ármann/Þróttur gaf ekkert eftir og gerði út um leikinn í þessum leikhluta. Þær unnu leikhlutann 22-9 og staðan orðin 58-21.

 

Fjórði leikhluti var jafn en þetta var einfaldlega of seint hjá Tindastólsstelpur. Þrátt fyrir mikla baráttu hjá Tindastól þá vann Ármann leikhlutann 19-16 og leikinn 77-37. Ármann/Þróttur spilaði af miklum krafti og boltinn gekk vel milli leikmanna og áttu þær mjög auðvelt með að brjóta niður svæðisvörn Tindastólsstúlka. Stigaskorið dreifðist einnig mjög jafnt milli leikmanna.

 

Hjá Ármann/Þrótt átti Rut Ragnarsdóttir stórleik og skoraði 16 stig (4 þrista), Bryndís Gunnlaugsdóttir var með 13 stig (3 þrista), Helga Þóra Jónasdóttir var með 11 stig og Rósa Ragnarsdóttir var með 10 stig.

 

Hjá Tindastól var Sigríður Inga Viggósdóttir með 14 stig og Rúna Birna Finnsdóttir með 8 stig.

 

 

Tölfræði leiksins

 

Bryndís Gunnlaugsdóttir

 

Mynd: Gunnhildur Erna Theódórsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -