spot_img
HomeFréttirStórsigrar hjá Boston og Lakers

Stórsigrar hjá Boston og Lakers

10:56:55
Meistaraefni LA Lakers og Boston Celtics unnu í nótt leiki sína með miklum mun. Boston hafði tapað tveimur leikjum í röð, en rústuðu lánlausa Sacramento Kings á leiðinni aftur á sporið.

Þá vann Cleveland baráttusigur á Miami í einvígi stigahæstu leikmanna NBA deildarinnar, en Miami leiddi fram í fjórða leikhluta.

Nánar hér að neðan…
Sacramento Kings – Boston Celtics 63-108

Sacramento Kings hafa verið að mestu í tómu tjóni í vetur, enda hefur þeirra besti leikmaður Kevin Martin, verið að mestu fjarverandi vegna meiðsla síðan í upphafi nóvember.

Þeir voru því í engu ástandi til að mæta Boston Celtics liði sem var eins aðlaðandi að hitta fyrir og sært ljón, eftir tvö slæm töp í röð í kjölfar 19 leikja sigurgöngu, og steinlágu í sögulegu tapi.

Þetta var versta heimatap í sögu Kings, en þeir hafa ekki tapað með þvílíkum mun í 17 ár. Boston tók frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta og gerði meira og minna út um leikinn fyrir hálfleik.

Sem dæmi um frammistöðu Kings skorað aðeins einn leikmaður þeirra yfir 10 stig, 11 stig frá John Salmons og þar af 6 úr vítum.

Hjá Boston var Kevin Garnett með 21 stig, Ray Allen 19, Eddie House 15 og Paul Pierce 13.

LA Lakers – Golden State Warriors 130-113

Lakers tóku á meðan á móti Golden State sem hafði lagt Boston í síðasta leik sínum, en með stórsókn frá byrjun komust Lakers í bílstjórasætið og héldu kúrs allan leikinn.

Kobe Bryant leiddi sína menn að venju og var með 31 stig, Derek Fisher var með 19, Sasha Vujacic 17, Andrew Bynum og Pau Gasol voru með 13 og Trevor Ariza 11.

Hjá Golden State var Jamal Crawford stigahæstur með 22 stig.

Úrslit næturinnar:

Denver 117
New York 110

Dallas 98
LA Clippers 76

Miami 86
Cleveland 93

New Orleans 105
Indiana 103

Boston 108
Sacramento 63

Golden State 113
LA Lakers 130

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -