spot_img
HomeFréttirStórmenni tekur við stórveldi – vill vinna meistaradeildina

Stórmenni tekur við stórveldi – vill vinna meistaradeildina

Rússneska stórveldið CSKA Moskva er búið að finna nýjan þjálfara í stað Evgeny Pashutin sem yfirgaf Moskvu á dögunum og fór til keppinauta þeirra í Rússlandi Unics Kazam. CSKA hefur ráðið Serbann snjalla Dusko Vujosevic en hann hefur gert Partizan Belgrad að stórveldi í heimi evrópska körfuboltans. Vujosevic sem stjórnar einnig landsliði Svartfjallalands, og var hér á landi fyrir tveimur árum, hefur gert þriggja ára samning við risana frá Moskvu.
Þetta er sannkallaður hvalreki á fjörur Moskvumanna en Vujosevic gerði Partizan að stórveldi í Evrópu og fór m.a. með liðið í Final Four í meistaradeildinni nú í vor í París. Partizan getur ekki keppt við hin stóru liðin þegar kemur að peningum hefur hefur margt annað fram að færa og þar hefur snilld Dusan Vujosevic komið í ljós .
 
Það er augljóst hvað Vujosevic stefnir á en það er meistaradeildin. ,,Ég hef unnið marga bikara á mínum ferli en mig vantar enn meistaradeildina. Mig hefur dreymt um að vinna hana og ég vona að draumur minn verði uppfylltur á samningstíma mínum með CSKA,” sagði Vujosevic sem fer ekkert leynt með takmark sitt.
 
Hann hefur stjórnað Partizan óslitið frá árinu 2001 og þeim tíma unnið níu meistaratitla í röð í Serbíu ásamt því að vinna fjóra bikarmeistaratitla og félagið hefur einnig borið sigur úr býtum síðustu fjögur tímabil í Adríahafs-deildinni.
 
Vujosevic er einn virtasti þjálfari Evrópu og hlaut árið 2009 Alexander Gomelskiy verðlaunin en þau verðlaun falla í skaut þess þjálfara sem hefur staðið upp úr í meistaradeildinni ár hvert.
 
Vujosevic þjálfaði um tíma á Ítalíu ásamt því að hann stjórnaði erkifjendum Partizan Rauðu Stjörnunni eitt tímabil. Hann stjórnaði serbneska landsliðinu árið 2003 á EM í Svíþjóð.
 
Mynd: Dusko Vujosevic er í guðatölu meðal stuðningsmanna Partizan – verður hann það einnig í Moskvu?
 
Fréttir
- Auglýsing -