spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaStórleikur Styrmis gegn House of Talents Spurs Kortrijk

Stórleikur Styrmis gegn House of Talents Spurs Kortrijk

Styrmir Snær Þrastarson og Belfius Mons lögðu House of Talents Spurs Kortrijk í kvöld í BNXT deildinni í Hollandi/Belgíu, 72-80.

Styrmir lék 33 mínútur í leiknum og skilaði á þeim 23 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur leikmanna Mons í leiknum.

Eftir leikinn er Mons í 9. sæti deildarinnar með fimm sigra og 12 töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -