Sannkallaður stórleikur verður í DHL-Höllinni í kvöld þegar Íslandsmeistarar KR taka á móti Grindavík í fjórð umferð Iceland Express deildar karla. Fjórðu umferðinni lýkur í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. KR-ingar halda í hefðina og verða búnir að tendra upp í grillunum kl. 17:30 svo allir geti fengið sér borgara fyrir slaginn.
Það verður ekki síður fjör í Toyota-Höllinni í Reykjanesbæ þegar Keflavík tekur á móti Snæfell en síðustu ár hafa þessi tvö lið eldað saman grátt silfur. Nýliðar Hamars fá svo Tindastól í heimsókn í Hveragerði.
Einnig er mikið um að vera í 1. deild karla í kvöld:
18:30: Skallagrímur-Ármann
19:15: UMFH-ÍA
19:15: Haukar-Höttur
20:00: Valur-KFÍ



