Fólk ætti að mæta snemma í Ljónagryfjuna í kvöld því það verður næsta örugglega uppselt þegar Njarðvík og Keflavík eigast við í Domino´s deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Bæði lið hafa unnið tvo fyrstu deildarleiki sína til þessa en á því verður breyting í kvöld.
Derby Dagar hófstu í Reykjanesbæ í gærkvöldi þegar Íslands- og bikarmeistarar Keflavíkur í kvennaflokki nældu sér í tvö stig í Ljónagryfjunni, tekst Keflavík að rífa í sig fjögur stig á Njarðvíkurparketinu tvo daga í röð eða skilja leiðir á annan hátt?
[email protected] ræddi við formenn deildanna í gærkvöldi þar sem lögð var undir kippa af Gatorade fyrir leik kvöldsins…hvort verður það Falur Harðarson formaður Keflavíkur eða Friðrik Ragnarsson formaður Njarðvíkur sem verður 12 Gatoradeflöskum ríkari eftir kvöldið?
Njarðvíkingar hafa í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins mætt liðum sem spáð var í neðri hluta deildarinnar, grænir höfðu fyrst sigur á KFÍ á Jakanum og svo gegn Val í Vodafonehöllinni og leika því sinn fyrsta heimaleik í kvöld. Keflvíkingar völtuðu yfir Stjörnuna á útivelli sem og KFÍ í ™-Höllinni í fyrstu tveimur leikjunum sínum.
Ef það er einhver leikur sem þú ætlar að sjá á þessu tímabili þá er þessi gott „bet“ eins og þeir segja á götunni.
Mynd/ [email protected] – Nigel Moore og Njarðvíkingar taka á móti Keflavík í kvöld. Þetta verður eitthvað!



