Tíunda umferðin í Euroleague fór af stað í gær með sex leikjum en umferðinni lýkur í kvöld með sex leikjum þar sem viðureign kvöldsins verður slagur Barcelona og Montepaschi Siena en þarna mætast sterkasta lið Spánar og sterkasta lið Ítalíu í hörkuslag.
Úrslit gærkvöldsins:
Entente Orleanaise 60-75 Efes Pilsen
Lietuvos Rytas 71-73 Unicaja
Olympiacos 81-60 Partizan
Asseco Prokom 75-70 BC Khimki
AJ Milano 66-75 Real Madrid
EWE Baskets 64-67 Panathinaikos
Montepaschi Siena getur í kvöld orðið fyrsta liðið í Euroleague til þess að vinna Barcelona sem unnið hafa alla níu leiki sína í riðlakeppninni til þessa. Siena hafa unnið 8 leiki og aðeins tapað einum og geta því jafnað Barcelona að stigum með sigri en leikurinn fer fram á fyrnasterkum heimavelli Barcelona.
Þegar Siena tók á móti Barcelona á Ítalíu fengu þeir skell í fyrri viðureign liðanna þar sem Barcelona fór með 65-84 sigur af hólmi svo það verður á brattann að sækja hjá Ítölunum í kvöld.
Ljósmynd/ Simone Pianigiani og lærisveinar hans í Siena mæta Barcelona í stórleik á Spáni í kvöld.



