spot_img
HomeFréttirStórleikur Helenu dugði ekki til í Bosníu

Stórleikur Helenu dugði ekki til í Bosníu

Íslenska A-landslið kvenna tapaði stórt gegn Bosníu á útivelli í þriðja leik liðsins í undankeppni Eurobasket 2019. Leikurinn var jafn framan af en Bosníska liðið gaf í í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur.

 

Umfjöllun um helstu þætti leiksins má finna hér að neðan:

 

Byrjunarlið Íslands: Hildur Björg, Berglind, Helena, Sandra Lind og Þóra Kristín. 

 

Leikurinn fór val af stað fyrir Ísland. Baráttan var mikil og liðið virtist tilbúið í slaginn. Hin stóra Kizer fékk tvær villur snemma og sat því á bekknum stóran hluta fyrri hálfleiks. Ísland leiddi 16-12 eftir sjö mínútna leik þar sem sóknarleikurinn var mjög sterkur. Leikmenn keyrðu sterkt að körfunni, tókst þar með að opna fyrir aðra eða fá auðveldar körfur. 

 

Hildur Björg var sterk í fyrsta leikhluta og Guðbjörg Sverrisdóttir átti fína innkomu. Bosnía leiddi þó eftir fyrsta leikhlutann 23-21. 

 

Þá var komið að Helenu Sverrisdóttur sem algjörlega átti annan leikhluta. Hún var með öll stig nema eitt hjá Íslandi í leikhlutanum og var komin með 19 stig í hálfleik. Vörnin slaknaði aðeins í íslenska liðinu í öðrum leikhluta en Helena hélt liðinu á floti.

 

Staðan í hálfleik var 40-36 en Íslenska liðið komst aftur inní leikinn með góðu áhlaupi undirlok hálfleiksins. 

 

 

Þriðji leikhluti var banabiti Íslands. Ekkert gekk í vönrinni og þar með enn minna sóknarlega. Sjálfstraustið og baráttan hvarf hægt og rólega. Stressið í sóknarleikjum jókst þegar vörn Bosníu hertist. Staðan var 72-50 eftir þriðja leikhluta og útlirið alls ekki gott fyrir íslenska liðið. 

 

Ísland átti ekki orku til að koma til baka í fjórða leikhluta. Bosníska liðið var komið í takt og gaf ekkert eftir þegar leið á leikinn. Að lokum silgdi Bosnía öruggum sigri heim 97-67. 

 

Hetjan: 

 

Helena Sverrisdóttir var lang öflugust fyrir lið Íslands. Hún  endaði með  32 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum. Hún dreif liðið áfram sóknarlega og sýndi það enn og aftur úr hverju hún er gerð. Hildur Björg Kjartansdóttir var einnig öflug með 16 stig og 8 fráköst. 

 

Kjarninn: 

 

Eftir fínan fyrri hálfleik virtist liðið bara vera bensínlaust í þeim seinni. Þrátt fyrir að Helena og Hildur hafi átt fínan dag þá er það einfaldlega ekki nóg til að vinna jafn sterka þjóð og Bosínu. Fleiri leikmenn þurftu að skila alvöru framlagi sóknarlega. Íslenska liðið var fljótt að brotna undan pressu Bosníu og gaf baráttuna algjörlega uppá bátinn snemma í seinni hálfleik. 

 

Ljóst er að breiddin í leikmannahópnum er ekki nægileg en liðið saknar sjáanlega þeirra leikmanna sem ekki gáfu kost á sér í verkefnið. Leikmenn sem komu af bekknum voru ef til vill of uppteknir af því að sýna afhverju þeir ættu heima í liðinu. Í stað þess að hugsa um að ná flæði í leiknum og halda plani. 

 

Liðið getur vel byggt á fyrri hálfleiknum í dag. Það þarf að gleyma seinni hálfleiknum fljótt og einbeita sér af því að læra af þessum leik. Framundan er jafnvel erfiðara verkefnið í Svartfjallalandi. Leikurinn þar fer fram á miðvikudag og fróðlegt hvort Íslenska liðið mæti ekki dýrvitlausar í þann leik eftir þessa frammistöðu. 

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -