Haukur Helgi átti frábæran leik gegn Bretum um síðustu helgi. Hann kom fyrstur Íslendingum á stigatöfluna og var svo nánast óstöðvandi í fjórða hluta þegar Ísland keyrði fram úr Bretunum sem áttu sér einskis ills von. 24 stig, 9/14 í skotum og þar af 2/4 í þristum, 9 fráköst og 4 stoðsendingar er ekki slæm tölfræði og hvað þá í landsleik.
Mynd: JBÓ



