spot_img
HomeFréttirStórleikur Furman gegn Duke í kvöld

Stórleikur Furman gegn Duke í kvöld

Kristófer Acox og Furman Paladins hafa unnið og tapað sitt á hvað í vetur og eru nú með 2 sigurleiki á móti 2 tapleikjum. Næsti andstæðingur er ekki af verri endanum, eða Bláu djöflarnir frá Duke University.
 
Kristófer hefur verið að spila mjög vel í vetur.  Er þriðji stigahæstur í Furman liðinu með 8,8 stig í leik og frákastahæstur allra leikmanna með 7,5 fráköst í leik.  Hann verður því í lykilhlutverki fyrir Furman þegar þeir mæta einum öflugasta háskólaleikmanni Bandaríkjanna, Jahlil Okafor.
 
Sá er 211 cm og 125 kg. Með 225 cm faðm og nær 282 cm upp í loftið, standandi á gólfinu. Sá er á fyrsta ári í háskóla og hefur heldur betur vakið athygli á sér það sem af er ári. Kíkið á scouting myndbandið hans fyrir þennan vetur hér hjá DraftExpress.
 
Duke eru 5-0 í vetur og munu því mæta Furman á fullri siglingu á eigin heimavelli. Þetta verður erfiður leikur en það er ekkert ómögulegt hjá okkar manni og félögum hans í Paladins.
 
Leikurinn hefst kl. 22:00 í kvöld og verður í beinni útsendingu á ESPN College Pass.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -