spot_img
HomeFréttirStórleikir á Spáni í dag og á morgun

Stórleikir á Spáni í dag og á morgun

Um helgina verða stórir og mikilvægir leikir á boðtsólunum hjá okkar mönnum á Spáni. Haukur Helgi Pálsson mætir á útivöll gegn Valladolid og Jón Arnór Stefánsson fer með Zaragoza til Barcelona.
 
Haukur og Manresa leika í dag en Jón Arnór og Zaragoza á sunnudag. Manresa heimsækir Valladolid sem er í fimmtánda sæti deildarinnar en Manresa í átjánda og síðasta sæti. Sigur í dag yrði Manresa afar dýrmætur upp á framhaldið. Á morgun verður Jón svo á ferðinni með Zaragoza þegar liðið mætir stórliði Barcelona sem er í 3. sæti deildarinnar en Zaragoza í því fimmta, sigur hjá Zaragoza jafnar Barcelona að stigum! Það er því vert að fylgjast með ACB deildinni um helgina þar sem tveir af fremstu leikmönnum þjóðarinnar munu standa í ströngu.
 
Rætt er við Hauka Helga Pálsson í Morgunblaðinu í dag og brot úr því samtali má finna inni á mbl.is
 
Endesa League Standings 2012-13 Round 24 
Pos Team J G P PF PC  
1   Real Madrid 24 23 1 2,162 1,814  
2   Caja Laboral 24 19 5 1,960 1,841  
3   Regal FC Barcelona 24 15 9 1,893 1,726  
4   Uxue Bilbao Basket 24 15 9 1,942 1,839  
5   CAI Zaragoza 24 14 10 1,825 1,707  
6   Valencia Basket 24 14 10 1,953 1,852  
7   Herbalife Gran Canaria 24 14 10 1,782 1,732  
8   Asefa Students 24 12 12 1,932 1,865  
9   Blusens Monbus 24 12 12 1,790 1,763  
10   Unicaja 24 12 12 1,749 1,757  
11   Joventut FIATC 24 12 12 1,869 1,930  
12   CB Murcia UCAM 24 10 14 1,851 1,973  
13   Cajasol 24 9 15 1,724 1,812  
14   CB Canarias 24 9 15 1,828 1,935  
15   Blancos de Rueda Valladolid 24 9 15 1,836 2,001  
16   Mad-Croc Fuenlabrada 24 7 17 1,779 1,947  
17   Lagun Aro GBC 24 6 18 1,735 1,918  
18   Manresa Bàsquet 24 4 20 1,837 2,035
 
Fréttir
- Auglýsing -