Lokaleik fyrstu umferðar Bónus deildar karla milli Vals og Tindastóls sem fara átti fram á laugardag hefur verið frestað.
Er það samkvæmt tilkynningu KKÍ vegna niðurfellingar á flugi Tindastóls, en liðið er á heimferð eftir glæsilegan Evrópusigur í Slóvakíu í ENBL deildinni.
Leikurinn er kominn á dagskrá á mánudaginn 6. október kl.19:15.



