spot_img
HomeFréttirStórkostlegur fjórði leikhluti skóp sigur Fjölnis í Hólminum

Stórkostlegur fjórði leikhluti skóp sigur Fjölnis í Hólminum

Nú er farið að styttast í annan endan á tímabilinu í Subwaydeild kvenna og var leikurinn í kvöld eins mikilvægur og hann verður fyrir liðin. Í Stykkishólmi mættust Snæfell og Fjölnir en liðin eru í harðri baráttu um að komast í 8-liða úrslit.

Fyrstu leikhlutinn einkendist af mikilli baráttu og voru liðin greinilega vel undirbúin fyrir leikinn. Liðin skiptust á að stoppa og lemja á hvort öðru. Shawnta og Raquel sáu um að setja boltann í körfuna og voru þær báðar með 10 stig í fyrsta leikhluta. Staðan 13-18 fyrir gestina úr Grafarvogi.

Snæfell byrjaði 2. leikhlutan mjög vel með Evu og Shawnta í fararbroddi, heimakonur reyndu að koma boltanum úr höndunum á Raquel og Korinne og láta aðra leikmenn taka ákvarðanir. Það gekk frábærlega þangað til Margrét Blöndal kom inn á og setti tvo þrista í röð til að losa örlítið um liðið. Á stuttum tíma náðu Fjölniskonur að jafna og komast yfir með mjög flottum kafla og heimakonur náu illa að nýta sínar sóknir. Staðan í hálfleik 29-31 fyrir Fjölni.

Síðari hálfleikurinn byrjaði eins og sá fyrri en um miðbik 3. leikhlutans náði Fjölnir 11 stiga forskoti með frábærum kafla. Snæfell tók leikhlé og skoruðu 7 í röð. Stál í stál út leikhlutann en heimakonur voru að hitta illa í lokinn á leikhlutanum. Eftir þrjá leikhluta var staðan 42 – 53 fyrir gestina og Fjölniskonur í góðum gír.

Fjölniskonur byrjuðu leikhlutann 14-0 og kláruðu leikinn með frábærri spilamennsku á meðan Snæfellingar áttu erfitt með að sjá körfuna. Heiður Karlsdóttir með stórleik í vörn gestanna og breytti öllum skotum hjá þeim þeim sem voguðu sér inn í teig. Sóknarlega var Raquel sem fyrr að leiða liðið og stjórnaði hún hraðanum vel. Heimakonur hafa átt miklu betri leiki sóknarlega en þær mega eiga það að baráttan var alltaf til staðar þó svo að á brattan hafi verið að sækja í fjórða leikhluta. Fjölnir silgdu mikilvægum sigri heim í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Subwaydeildar kvenna.

Lokatölur voru Snæfell 57  – 78  Fjölnir.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Viðtöl / Bæring Nói

Fréttir
- Auglýsing -