spot_img
HomeFréttirStórkostleg samantekt á Spurs-Clippers seríunni

Stórkostleg samantekt á Spurs-Clippers seríunni

Ein magnaðasta 7 leikja sería í sögu NBA boltans tók enda um helgina þegar Los Angeles Clippers sendu ríkjandi meistara San Antonio Spurs í frí. Það var vel við hæfi að henni lyki í sjöunda leik með sigurkörfu hetjunnar Chris Paul sem tryggði Clippers eins stigs sigur og áframhaldandi líf í keppninni.

 

Max Frishberg tekur saman þessa mögnuðu viðureign í einu dramatísku myndbandi sem er vel þess virði að eyða 5 mínútum í.

 

 

 

Mynd: Washington Post

Fréttir
- Auglýsing -