spot_img
HomeFréttirStórir sigrar hjá Helga Rafni

Stórir sigrar hjá Helga Rafni

Það má með sanni segja að síðastliðinn sólarhringur hafi boðið upp á mikla gleði í lífi Helga Rafns Viggóssonar leikmanns Tindastóls. Eins og körfuboltaunnendum ætti að vera ljóst komust Helgi Rafn og félagar í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögunni þegar þeir lögðu KR í gær.
 
 
En sigrum dagsins var ekki lokið því í nótt eignaðist Helgi Rafn sitt fyrsta barn þegar honum og Hrafnhildi Guðnadóttur unnustu hans fæddist drengur.
 
Karfan.is óskar Helga Rafni til hamingju með sigrana. 
Fréttir
- Auglýsing -