spot_img
HomeFréttirStóri dómur fallinn... NBA frestar 43 æfingaleikjum

Stóri dómur fallinn… NBA frestar 43 æfingaleikjum

 
NBA deildin hefur nú slegið 43 æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu út af borðinu. Næsta víst þykir að þetta muni valda því að leikjum í sjálfri deilarkeppninni verði einnig frestað. Í tilkynningu frá deildinni segir að því miður sé nú komið að þessum punkti en verkbann við deildina stendur yfir á meðan eigendur NBA liðanna og leikmenn þeirra deila um kaup og kjör.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær deilendur komi að samningaborðunum að nýju en árið 1998 í síðasta verkbanni tók það um mánuð að koma hlutunum aftur í gang svo glugginn til að semja og ná tiltölulega eðlilegu tímabili í gang er orðinn agnarsmár.
 
Áætlað er að leiktímabilið hefjist 1. nóvember næstkomandi og eru hverfandi líkur á að það gangi eftir.
 
Fréttir
- Auglýsing -