spot_img
HomeFréttirStórbrotnar tölur hjá Ezell í vetur

Stórbrotnar tölur hjá Ezell í vetur

 
Níu tvennur, þrjár þrennur og ein ferna í 19 deildarleikjum, það er Heather Ezell! Tölurnar í deildarleikjum Ezell með Haukum í Iceland Express deild kvenna þetta tímabilið eru lyginni líkastar og þá eru bikartölur hennar ekki síðri. Þessi bandaríski bakvörður hefur hreinlega farið á kostum og nú síðast þegar Haukar urðu Subwaybikarmeistarar eftir sigur á Keflavík landaði Ezell myndarlegri þrennu í sjálfum úrslitaleiknum og varð fyrst kvenna hérlendis til að þá þeim merka áfanga.
Þá datt inn flott tvenna á dögunum þegar Haukar lögðu Snæfell, Ezell var þá með 39 stig og 10 fráköst. Hér að neðan gefur svo að líta tölurnar hjá Ezell í þeim 19 deildarleikjum sem hún hefur leikið með Haukum þetta tímabilið. Hvað skyldi hún bjóða upp á í Ljónagryfjunni í kvöld?
 
Leikur 1:
33 stig, 15 fráköst, 10 fiskaðar villur (Þrenna 1)
 
Leikur 2:
31 stig, 10 fráköst (Tvenna 1)
 
Leikur 3:
26 stig, 7 fráköst, 7 stoðsendingar, 7 stolnir boltar
 
Leikur 4:
34 stig, 11 fráköst (Tvenna 2)
 
Leikur 5:
35 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar (Þrenna 2)
 
Leikur 6:
36 stig, 11 fráköst (Tvenna 3)
 
Leikur 7:
27 stig, 8 fráköst, 7 fiskaðar villur
 
Leikur 8:
37 stig, 9 fráköst
 
Leikur 9:
23 stig, 9 fiskaðar villur, 7 fráköst
 
Leikur 10:
32 stig, 16 fráköst (Tvenna 4)
 
Leikur 11:
32 stig, 10 fiskaðar villur (Tvenna 5)
 
Leikur 12:
25 stig, 15 fráköst, 11 stoðsendingar, 10 stolnir boltar (Ferna 1)
 
Leikur 13:
40 stig, 10 fráköst, 13 stoðsendingar (Þrenna 3)
 
Leikur 14:
24 stig, 8 fráköst
 
Leikur 15:
22 stig, 14 fráköst (Tvenna 6)
 
Leikur 16:
32 stig, 12 fráköst (Tvenna 7)
 
Leikur 17:
11 stig, 7 stoðsendingar
 
Leikur 18:
25 stig, 14 fráköst (Tvenna 8)
 
Leikur 19:
39 stig, 10 fráköst (Tvenna 9)

Ljósmynd/ [email protected] Ezell fagnar bikarsigrinum í Höllinni þar sem Telma Fjalarsdóttir kemur aðvífandi… á bleiku skýi!

 
Fréttir
- Auglýsing -