Þá er komið að því, sjálfur bikarúrslitadagurinn er runninn upp en Poweradebikarúrslitin í karla- og kvennaflokki fara fram í Laugardalshöll í dag. Kl. 13:30 hefst viðureign Keflavíkur og Vals í kvennaflokki og kl. 16:00 mætast Stjarnan og Grindavík í karlaflokki. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu hjá RÚV og að sjálfsögðu verður Karfan.is á staðnum með puttann á púlsinum.
Sem fyrr og til að forðast biðraðir í miðasölu þá fer miðasala á leikina einnig fram á miði.is
Leikirnir:
Kl. 13:30 Keflavík-Valur (kvennaflokkur)
Kl. 16:00 Stjarnan – Grindavík (karlaflokkur)
Stjarnan verður með fjölskylduhátíð í Garðabænum sem hefst kl. 13:00 í Ásgarði. Þar koma stuðningsmenn Stjörnunnar saman og hita upp fyrir leikinn. Sætaferðir verða svo í Höllina frá Ásgarði kl. 15:00.
Grindvíkingar munu hafa aðsetur í Þróttaraheimilinu neðan við Laugardalshöll þar sem m.a. verður boðið upp á andlitsmálningu og veitingar til sölu á góðu verði. Leikskrá Grindavíkur fyrir leikinn.
Valsarar hittast í anddyri Laugardalshallar um 12.30 þar sem boðið verður upp á andlitsmálningu og rauða Valsboli.
Okkur er ekki kunnugt um hvort kvennalið Keflavíkur í bikarnum ætli að vera með einhverjar uppákomur fyrir leikinn í dag en þeir sem hafa upplýsingar um slíkt geta sent þær á [email protected]
Bikarmeistarar karla frá upphafi:
1964-1965: Ármann
1965-1966: KR
1966-1967: KR
1969-1970: KR
1970-1971: KR
1971-1972: KR
1972-1973: KR
1973-1974: KR
1974-1975: Ármann
1975-1976: Ármann
1976-1977: KR
1977-1978: ÍS
1978-1979: KR
1979-1980: Valur
1980-1981: Valur
1981-1982: Fram
1982-1983: Valur
1983-1984: KR
1984-1985: Haukar
1985-1986: Haukar
1986-1987: Njarðvík
1987-1988: Njarðvík
1988-1989: Njarðvík
1989-1990: Njarðvík
1990-1991: KR
1991-1992: Njarðvík
1992-1993: Keflavík
1993-1994: Keflavík
1994-1995: Grindavík
1995-1996: Haukar
1996-1997: Keflavík
1997-1998: Grindavík
1998-1999: Njarðvík
1999-2000: Grindavík
2000-2001: ÍR
2001-2002: Njarðvík
2002-2003: Keflavík
2003-2004: Keflavík
2004-2005: Njarðvík
2005-2006: Grindavík
2006-2007: ÍR
2007-2008: Snæfell
2008-2009: Stjarnan
2009-2010: Snæfell
2010-2011: KR
2011-2012: Keflavík
Bikarmeistarar kvenna frá upphafi:
1974-1975: Þór, Ak.
1975-1976: KR
1976-1977: KR
1977-1978: ÍS
1978-1979: ÍR
1979-1980: ÍS
1980-1981: ÍS
1981-1982: KR
1982-1983: KR
1983-1984: Haukar
1984-1985: ÍS
1985-1986: KR
1986-1987: KR
1987-1988: Keflavík
1988-1989: Keflavík
1989-1990: Keflavík
1990-1991: ÍS
1991-1992: Haukar
1992-1993: Keflavík
1993-1994: Keflavík
1994-1995: Keflavík
1995-1996: Keflavík
1996-1997: Keflavík
1997-1998: Keflavík
1998-1999: KR
1999-2000: Keflavík
2000-2001: KR
2001-2002: KR
2002-2003: ÍS
2003-2004: Keflavík
2004-2005: Haukar
2005-2006: ÍS
2006-2007: Haukar
2007-2008: Grindavík
2008-2009: KR
2009-2010: Haukar
2010-2011: Keflavík
2011-2012: Njarðvík




