KR hefur samið við Rinaldas Malmanis um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla.
Rinaldas er 29 ára 205 cm lettneskur miðherji sem kemur í Vesturbæinn frá Valmeria í LEBL deildinni, en áður hefur hann leikið fyrir sterk félög á Spáni, í Litháen og í sterkustu deild Evrópu EuroLeague.
Tilkynning:
Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Rinalds Malmanis um að leika með liði meistaraflokks karla í Bónus-deildinni á þessari leiktíð. Malmanis er 29 ára að aldri, 205 sm framherji frá Lettlandi. Hann kemur frá Valmeria sem leikur í LEBL-deildinni (sameinaðri úrvalsdeild Eistlands og Lettlands). Rinalds hefur leikið með Baskonia, Real Betis og UCAM Murcia á Spáni, Neptunas í Litháen og Tartu Ulikool, BK Liepaja og Valmeria í LEBL-deildinni. Hann á einnig að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Letta.
Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari mfl. karla: “Rinalds kemur með stærð og líkamlegan styrk inn í hópinn okkar. Hann er einnig hreyfanlegur og ætti því að passa mjög vel inn í okkar leikstíl. Ég vænti þess að hann komi með öðruvísi vídd í hópinn okkar og hjálpi okkur að komast á næsta level.” Í KR hittir hann fyrir samlanda sína, Linards og Toms. Velkominn í KR Rinalds!



