21:41
{mosimage}
Logi Gunnarsson og félagar í Gijon (16-7) töpuðu þriðja leiknum í röð í spænsku LEB silfur deildinni, þegar þeir tóku á móti Caja Rioja og biðu lægri hlut 69-81. Logi lék í tæpar 24 mínútur og skoraði 9 stig.
En segja má að þessi leikur hafi ekki verið það stærsta sem gerðist í lífi Loga í dag, því í nótt eignaðist hann ásamt konu sinni Birnu Björk Þorkelsdóttur þeirra fyrsta barn, stúlku.
Þá má segja að Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari og Friðrik Ingi Rúnarsson framkvæmdastjóri KKÍ leggi mikið til að vera í tenglsum við landsliðmennina því þeir mættu til Gijon til að vera viðstaddir fæðinguna. Þeir komu til Gijon í gær og sáu Loga spila í dag auk þess sem Friðrik átti fund með Gijonmönnum varðandi landsliðsverkefni haustins. Þeir Sigurður og Friðrik voru í sömu erindagjörðum í Róm í vikunni en þeir sáu Jón Arnór leika með Roma í Meistaradeildinni.
Þá má geta þess að Steve Johnson fyrrum leikmaður Hauka og Þórs Ak. skoraði 29 stig og tók 15 fráköst fyrir Caja Rioja í leiknum við Gijon.
Mynd: Logi Gunnarsson



