spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaStólasigur í Njarðtaksgryfjunni

Stólasigur í Njarðtaksgryfjunni

Njarðvíkingar tóku á móti Tindastól í fyrsta heimaleik þeirra á tímabilinu. Heimamenn byrjuðu betur og skoruðu fyrstu stig leiksins. Eftir fyrstu körfuna tóku gestirnir öll völd á vellinum, jöfnuðu leikinn og komust yfir. Sinisa Bilic var allt í öllu í sóknarleik Tindastóls í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar komust aftur af stað en það voru gestirnir sem enduðu leikhlutann með svakalegri flautukörfu frá Bilic. Staðan eftir fyrsta leikhluta 13 – 20 Tindastól í vil.
Heimamenn eltu og gestirnir leiddu fram á síðustu mínútuna í öðrum leikhluta. Njarðvíkingar jöfnuðu þá leikinn 38 – 38 og Evaldas Zabas setti síðustu stig fyrri hálfleiks og kom Njarðvík yfir. Staðan í hálfleik 40 – 38.
Það var allt í járnum framan af þriðja leikhluta og liðin skiptust á að leiða leikinn. Stólarnir áttu síðan frábæran lokasprett og komust 10 stigum yfir. Staðan fyrir fjórða leikhluta 57 – 67.
Tindastóll byrjuðu fjórða leikhluta í sama gír og þeir kláruðu þann þriðja og komust 17 stigum yfir. Njarðvíkingar náðu að klóra í bakkann og komust mest 5 stigum frá Tindastól sem sygldu sigrinum í höfn nokkuð örugglega. Lokatölur 75 – 83.

Byrjunarlið:
Njarðvík: Kristinn Pálsson, Logi Gunnarsson, Evaldas Zabas, Mario Matasovic og Wayne Ernest Martin Jr.
Tindastóll: Jaka Brodnik, Sinisa Bilic, Viðar Ágústsson, Gerel Simmons og Jasmin Perkovic

Hetjan:
Logi Gunnarsson var bestur og Kristinn Pálsson átti fínan leik fyrir Njarðvík. Hjá Tindastól var Sinisa Bilic frábær í fyrsta leikhluta en Gerel Simmons sem sást ekkert til fyrir hálfleik fór á kostum eftir hálfleik.

Kjarninn:
Njarðvíkingar þurfa meira framlag frá útlendingunum, Wayne Ernest Martin Jr. var afskaplega slakur í leiknum. Sóknarleikurinn hjá þeim varð einnig mjög þvingaður þegar Stólarnir gáfu í í vörninni. Simmons var seinn af stað en sýndi það að hann er tilbúin til að taka skotin fyrir Tindastól. Vörnin hjá Stólunum vann þennan leik . Í sókninni sakna þeir Péturs Rúnars sem er að ná sér eftir meiðsli.

Tölfræðin

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -