spot_img
HomeBikarkeppniStólarnir unnu norðanslaginn

Stólarnir unnu norðanslaginn

Það var sannkallaður norðan slagur þegar Tindastóll tók á móti Þór Akureyri í 16 liða úrslitum VÍS bikarsins á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll er í botnbaráttu Bónusdeildar á meðan gesta liðið er í toppbaráttu 1.deildar.

Byrjunarlið Tindastóls : Oceane – Maddie – Inga Sólveig – Marta – Alejandra

Byrjunarlið Þórs : Emile – Yvette – Iho – Emma – Chloe


Leikurinn fór fjörlega af stað og greinilega meira en bara sæti í 8 liða úrslitum í boði, hérna voru stelpurnar að spila um stoltið og bæði lið lögðu allt kapp í þennan fyrsta leikhluta. Stólastúlkur komu sér í 21-16 þegar rúmar 2 mínútur voru liðnar og Lidia ákvað þá að taka leikhlé til að reyna að finna lausnir, enda Þórs stelpur búnar að vera aðeins of mjúkhentar við gestgjafanna. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 28-25 og Klara strax komin með 3 villur.

Tindastóls stúlkur héldu áfram að spila fast og um miðjan annan leikhluta virtist vörnin vera að smella, þetta fór mikið í taugar getanna og fékk Lidia tæknivillu á bekkinn á meðan Tinda stúlkur héldu áfram að bæta í og voru með skotsýningu á köflum, staðan í hálfleik 55-40.

Tölfræði leiksins

Þórs stúlkur komu sprækari út í seinni hálfleikinn og miklu fastari fyrir. Þær náðu að saxa vel á forskot á stólastúlkna og það var kominn alvöru hiti í leikmenn. Staðan fyrir loka leikhlutann 76-70.

Fjórði leikhluti var svo æsispennandi, Maddie setti fyrstu stigin en Emma svaraði strax. Svona gékk leikhlutinn fram og til baka og þegar 90 sekúndur voru eftir var munurinn einungis 5 stig og bæði lið komin í bónus, úrslitin réðust því á vítalínunni og þar voru heimastúlkur sterkari og eru komnar í 8 liða úrslit VÍS bikarsins eftir flottan liðs sigur á Akureyrar liðinu 102-92.

Myndasafn

Viðtöl

Israel Martin Þjálfari Tindastóls
Lidia Mirchandani Þjálfari Þór Akureyri






Fréttir
- Auglýsing -