spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaStólarnir stórkostlegir er þeir tryggðu sig í undanúrslitin

Stólarnir stórkostlegir er þeir tryggðu sig í undanúrslitin

Stólarnir sendu Keflvíkinga í sumarfrí í leik þar sem Tindastóls menn voru með mikla yfirburði, loka tölur 98 – 85.

Gangur leiks

Stólarnir komu inn í leikinn með breytt byrjunarlið, Siggi Þorsteins og Zoran Vrikic fara út úr byrjunarliðinu og í staðinn koma Axel Kárason og Taiwo Badmus. Keflvíkingar fóru betur af stað fyrstu mínútuna en síðan fóru Stólarnir í gang og orkan var algjörlega þeim megin. Þeir náðu að byggja upp stórt forskot fyrir lok fyrsta leikhluta, en staðan að lok hanns var 32 – 17.

Það tók Keflvíkinga aðeins 1 mínútu og 10 sekúndur að taka leikhlé í öðrum leikhluta, heimamenn voru í rosa fíling og áttu Keflvíkingar enginn svör. Keflvíkingar náðu ekki að koma með almennilegt áhlaup í lok leikhlutans en staðan var 56 – 41 þegar það var flautað til hálfleiks.

Heimamenn stigu ekkert af bensíngjöfinni í þriðja leikhlutanum og héldu áfram að leiða með frekar þæginlegum mun, það má seigja að Taiwo Badmus hafi soldið leitt þessa frábæru frammistöðu hjá Stólunum en hann var kominn með 31 stig í lok þriðjaleikhluta. Staða í lok þriðja leikhluta var 78 – 59.

Fjörði leikhluti var bara mjög svipaður og síðustu tveir leikhlutarnir, Stólarnir voru bara með öll tök á þessum leik og Keflvíkingar voru aldrei líklegir til að koma með áhlaup. Ef að Stólarnir halda áfram að spila jafn vel og í dag eru þeir líklegir til alls í næstu seríu gegn deildarmeisturunum Njarðvík. Lokatölur hér í síkinu 99 – 85.

Atkvæðamestir

Taiwo Badmus var án efa maður leiksins í kvöld, hann skoraði 38 stig og tók 5 fráköst. Javon Bess skilaði 19 stigum og var einnig frábær í kvöld. Pétur Rúnar skoraði 8 stig í dag og gaf 8 stoðsendingar.

Hjá gestunum var stigaskorið vel dreift hjá fyrstu sex leikmönunnum en Valur Orri var stigahæstur með 18 stig, framlagshæstur hjá gestunum var Darius Tarvydas með 17 framlagspunkta, 15 stig og 11 fráköst.

Kjarninn

Tindastólls menn komu vel peppaðir í leikinn og það var frábær stemming hérna í Síkinu, þeir fengu frábært framlag frá Taiwo Badmus sem er búin að vera frábær síðan að Stólarnir byrjuðu á frábæru runni í lok deildarkeppnirnar. Þessi úrslit þýða að Stólarnir halda áfram í undanúrsllit á meðan Keflvíkingar fara í sumarfrí.

Hvað svo?

Tindastóll fara í undanúrslit á móti Njarðvík, fyrsti leikur verður í Njarðvík og verður þetta án efa hörku sería sem erfit verður að spá í. Keflvíkingar fara í sumarfrí og verður áhugavert að sjá hvað þeir gera í sumar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -