spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir skráðir í ENBL deildina ,,Hlökkum til að sjá alla í Síkinu...

Stólarnir skráðir í ENBL deildina ,,Hlökkum til að sjá alla í Síkinu í Evrópuleikjum í vetur”

Karlalið Tindastóls mun taka þátt í European North Basketball League, eða ENBL, á komandi tímabili samkvæmt tilkynningu félagsins.

Í ENBL deildinni eru 27 lið, þar sem hvert lið leikur átta leiki, fjóra heima og fjóra heiman frá október til febrúar. Síðan tekur við úrslitakeppni.

ENBL keppnin var sett á laggirnar árið 2021, sen síðan þá hafa Anwil Włocławek og BM Stal Ostrów Wielkopolski frá Póllandi, Bakken Bears frá Danmörku og síðast CSO Voluntari frá Rúmeníu hampað sigri.

Pétur Rúnar, fyrirliði liðsins segir í tilkynningu liðið spennt fyrir ENBL deildinni, “Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sem við sem við hópur erum mjög spenntir fyrir. Það verður svo risastórt að geta boðið Skagfirðingum uppá þessa fjóra heimaleiki þar sem vonandi er hægt að mynda smá úrslitakeppnisstemmingu. Við hlökkum til að sjá alla í Síkinu í Evrópuleikjum í vetur!”

Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðsins segir það risastórt skref fyrir íslenskan körfubolta að það sé verið að senda lið til keppni sem þessarar “ENBL deildin hentar vel þar sem okkur eru strax tryggðir fjórir heimaleiki og ég efast ekki um að körfuboltaáhugafólk mun fjölmenna í Síkið í vetur á þessa leiki. Það verður gaman að máta sig við þessi félög sem og fyrir okkur að púsla saman vetrinum að vera að spila tvo leiki í viku meira og minna frá október fram í febrúar.”

Fréttir
- Auglýsing -