spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaStólarnir semja við Bandaríkjamann

Stólarnir semja við Bandaríkjamann

Nýliðar Tindastóls hafa samið við Shaniya Jones fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna.

Shaniya er 24 ára leikstjórnandi sem sem síðast lék í Króatíu, en þar var hún með 25 stig að meðaltali í leik í efstu deild. “Við erum ákaflega ánægð að fá Shaniya til liðs við okkur”, segir Israel Martin þjálfari liðsins og bætir við “Hún hefur reynslu úr evrópska boltanum, er að koma til okkar úr efstu deildinni í Króatíu þar sem hún var mjög stigahá. Ég hef átt nokkur samtöl við hana og hún er mjög spennt að koma og tilbúin til að deila reynslu sinni og þekkingu og hjálpa liðinu eins og hún getur.”

Fréttir
- Auglýsing -