spot_img
HomeFréttirStólarnir lögðu Hött örugglega í Síkinu

Stólarnir lögðu Hött örugglega í Síkinu

Íslandsmeistarar Tindastóls lögðu Hött í Síkinu í kvöld í 10. umferð Subway deildar karla, 83-71.

Tindastóll er eftir leikinn með sex sigra og fjögur töp á meðan að Höttur er sigurleik fyrir aftan með fimm sigra og fimm tapaða það sem af er tímabili.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Davis Geks með 27 stig 3 fráköst og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson bætti við 20 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum.

Fyrir Hött var það Deontaye Buskey sem dró vagninn með 24 stigum og 7 fráköstum. Honum næstur var Gustav Suhr-Jessen með 14 stig og 5 fráköst.

Bæði lið leika næst í deildinni komandi fimmtudag 14. desember, en þá heimsækir Tindastóll lið Hamars í Hveragerði og Höttur fær Álftanes í heimsókn á Egilsstaði.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -