spot_img
HomeBikarkeppniStólarnir komnir í Undanúrslit VÍS Bikarsins eftir sigur á KR

Stólarnir komnir í Undanúrslit VÍS Bikarsins eftir sigur á KR

Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti KR í 8-liða úrslitum Vís bikars karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld

Gangur leiksins

Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur þó ekki væri um neina flugeldasýningu að ræða. Stólar voru sterkir í vörninni og luku fyrsta leikhluta 18-9. Ákafur varnarleikur heimamanna hélt áfram í öðrum leikhluta og KR-ingar áttu oft erfitt með að ná skoti en þó fannst áhorfendum í Síkinu þeir fá fullauðveldar körfur inn á milli. Stólar leiða 42-29 í hálfleik og ákveðin deyfð yfir þeirra sóknarleik.

Gestirnir í KR komu af miklum krafti inn í seinni hálfleik og Adame Darbo setti þrist og fékk víti að auki. Næstu fjögur stig voru einnig gestanna og Pavel tók leikhlé. Arnar Björnsson svaraði með góðri körfu fljótlega eftir að leikur hófst að nýju og Geks fylgdi á eftir með þrist, munurinn aftur kominn í 10 stig. KR nái að minnka muninn í 4 stig þegar um 2 og hálf mínúta lifði af þriðja fjórðung en Stólar svöruðu með 8-3 kafla síðustu mínúturnar og segja má að Íslandsmeistararnir hafi ekki litið um öxl eftir þetta. Heimamenn kláruðu leikinn nokkuð örugglega, lokatölur 83-60

Atkvæðamestir

Hjá heimamönnum var Drungilas frábær með 18 stig og 12 fráköst og yfirferðin á honum í varnarleik er unun á að horfa. Tóti var með 15 stig og 10 stoðsendingar. Hjá gestunum var Adame Darbo atkvæðamestur

Tölfræði leiksins

Myndasafn (Hjalti Árna)

Myndasafn ( Sigurður Pálsson )

Umfjöllun / Hjalti Árna

Fréttir
- Auglýsing -