spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir kafsigldir í Blue höllinni

Stólarnir kafsigldir í Blue höllinni

Keflavík hafði betur gegn Tindastóli í Blue höllinni í kvöld í frestuðum leik í Bónus deild karla, 98-81.

Eftir leikinn er Keflavík í 5. sæti deildarinnar með 18 stig á meðan Tindastóll er tveimur sigurleikjum fyrir ofan í 2. sætinu með 22 stig.

Heimamenn í Keflavík voru betri aðilinn frá fyrstu mínútu leiks kvöldsins. Spila flotta vörn og frákasta vel á upphafsmínútunum, en eftir fyrsta fjórðung er staðan 26-9 þeim í hag. Stólarnir sýndu smá lífsmark undir lok fyrri hálfleiksins og náðu að laga stöðuna. Munurinn þó enn 10 stig þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik, 47-37.

Á þessari forystu má segja Keflavík hafi náð að hanga allan seinni hálfleikinn. Tindastóll nær aldrei að koma forystu heimamanna inn fyrir 10 stigin, en mest leiðir Keflavík með 21 stigi í upphafi þess fjórða. Niðurstaðan að lokum gífurlega sterkur sigur Keflavíkur, 98-81.

Stigahæstur fyrir Keflavík í kvöld var Egor Koulechov með 29 stig og Craig Moller bætti við 19 stigum.

Fyrir Tindastól voru stigahæstir Dedrick Basile með 23 stig og Davis Geks með 16 stig.

Tölfræði leiks

Keflavík: Egor Koulechov 29/8 fráköst, Craig Edward Moller 19/11 fráköst, Hilmar Pétursson 13, Mirza Bulic 12/12 fráköst/6 stoðsendingar, Remy Martin 11/8 stoðsendingar, Ólafur Björn Gunnlaugsson 5/4 fráköst, Jaka Brodnik 5, Halldór Garðar Hermannsson 4, Eyþór Lár Bárðarson 0, Frosti Sigurðarson 0, Jakob Máni Magnússon 0, Nikola Orelj 0.


Tindastóll: Dedrick Deon Basile 23/6 fráköst, Davis Geks 16/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 15, Ivan Gavrilovic 10, Adomas Drungilas 8/5 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 6/4 fráköst, Taiwo Hassan Badmus 3/5 fráköst/3 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 0, Ragnar Ágústsson 0/5 fráköst.

Myndir / SBS

Fréttir
- Auglýsing -