spot_img
HomeFréttirStólarnir jöfnuðu einvígið með öruggum sigri í Síkinu

Stólarnir jöfnuðu einvígið með öruggum sigri í Síkinu

Tindastóll lagði Val í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki í öðrum leik úrslita Subway deildar karla, 91-75. Fyrsta leik einvígis liðanna vann Valur með einu stigi í Origo Höllinni síðasta föstudag, 80-79 og er einvígið því jafnt eftir leik kvöldsins. Næst mætast liðin komandi fimmtudag 12. maí í Origo Höllinni. Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Gangur leiks

Stólarnir fóru frábærlega af stað og voru að hitta úr nánast öllu, stemninginn var rosalega og það má seigja að allt húsið hafi hrists þegar Stólarnir settu körfu. Stólarnir voru betri út þennan leikhluta og var staðan að lok honum 24 – 15.

 Valsarar áttu fyrsta höggið í öðrum leikhluta en eftir það héldu Stólarnir áfram að gefa í, þeir voru að hitta frábærlega og Valsarar voru alls ekki aðþví. Stólarnir voru frábærir í fyrri hálfleiknum og var allt að ganga upp fyrir þá en ekkert hjá Val. Þegar Stólarnir fóru að pressa Val þegar lítið var eftir af hálfleiknum fóru þeir algjörlega að stressast upp og voru að tapa mikið af boltum. Staðan í lok annars leikhluta var 53 – 34.

Þriðji leikhlutinn var fyrsti leikhlutinn sem Valur vann en það var bara 3 stiga munur í honum. Stólarnir voru að eiga draumaleik fyrir þriðja leikhluta og má seigja að Pétur Rúnar hafi leitt þá en hann var kominn með 11 stoðsendingar í fyrstu þremur leikhlutunum. Staðan í lok þriðja leikhluta var 69 – 53.

Valsmenn náðu aðeins að klóra í bakkann snemma í fjórða leikhluta en síðan náðu Stólarnir að gefa aftur í og komu þessu aftur í 20 stiga mun.  Flottur sigur hérna í Síkinu og mögnuð stemning, Lokatölur hér í Síkinu 91 – 75.

Atkvæðamestir

Pétur Rúnar var frábær í þessum leik og var hann framlagshæstur, hann endaði leikinn með 24 framlagspunkta, 9 stig, 6 fráköst og 11 stoðsendingar. Stigaskorið var vel dreift hjá heimamönnunum en Taiwo badmus var stigahæstur með 22 stig en hann tók einnig 8 fráköst.

Fyrir gestana var Jacob Calloway framlagshæstur með 20 framlagspunkta, hann skoraði 16 stig og tók 6 fráköst. Callum Lawson var næst stigahæstur fyrir gestana með 15 stig og þar á eftir var Kári Jónsson með 14.

Kjarninn

Mikilvægur sigur fyrir Stólana, þeir byrjuðu frábærlega og voru að hitta mjög vel, það slaknaði aðeins á hitninni hjá þeim en vörninn var frábær út leikinn, eftir þennan leik má kannski seigja að stuðullinn sé lærri á Tindastóls menn, en það má aldrei vanmeta Valsara þar sem þeir eru með svo vel mannaðann hóp.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -