spot_img
HomeFréttirStólarnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn

Stólarnir í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn

Tindastóll lagði Njarðvík í kvöld í Síkinu í fjórða leik undanúrslita Subway deildar karla 89-83. Tindastóll vann einvígið því 3-1 og munu mæta Val í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Mun þetta vera í þriðja skiptið sem Tindastóll kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn, en þeir hafa til þessa ekki náð að landa þeim stóra.

Gangur leiks

Leikurinn fór mjög hratt af stað sóknarlega hjá báðum liðum en það má þá kannski segja að varninar hjá báðum liðum væru ekki upp á sitt besta. Það voru fínar skyttur að fá opin skot báðum megin enda mikið skorað hjá báðum liðum. Njarðvík náðu þó að byggja upp smá foryrstu í fyrsta leikhluta en staðan í lok hans var 27 – 30.

Í öðrum leikhluta var minna skorað og bæði lið byrjuðu að klikka á skotum sem þeir voru að setja í fyrsta leikhluts. Javon Bess var frábær fyrir Stólana en hann var kominn með 17 stig í fyrri hálfleik. Richotti og Basile voru flottir fyrir Njarðvíkinga en þeir voru samalagt með 23 stig í fyrri hálfleik. Hálfleikstöur 45 – 47.

Í þriðja leikhluta fórum við að sjá svakalegan hita í þessu öllu saman, leikmenn fóru meira að rífast við dómarana og hvorn annan, síðan þegar það var lítið eftir að þriðja leikhluta henti Taiwo Badmus mögulega í bestu tilþrif tímabilsins, allavega í þessari seríu, þegar hann tróð svakalega yfir Dedrick Basile. Það var mikil orka hjá heimamönnum og náðu þeir að byggja smá foryrstu fyrir lok þriðja leikhluta en staðan að honum loknum var 68 – 61.

Stólarnir byrjuðu lokaleikhlutann mjög vel og náðu að byggja upp 14 stiga foryrstu, Njarðvíkingar náðu aðeins að klóra í bakkan strax eftir það og fá tækifæri til þess að jafna alveg undir lokin, en allt kemur fyrir ekki. Frábær framistaða og Stólarnir á leiðinni í úrslit verðskuldað, lokatölur 89 – 83.

Atkvæðamestir

Framlagshæstur fyrir Stólana var Sigurður Gunnar Þorsteinsson, hann var með 23 framlagspunkta, 20 stig  og 9 fráköst. Stólarnir fengu flottar framistöður frá mörgum hér í kvöld m.a Sigtryggi, Javon Bess og Zoran Vrikic.

Fyrir gestina var Richotti stigahæstur með 24 stig og 7 fráköst. Dedrick Basile var einnig flottur en hann skilaði 22 stigum.

Kjarninn

Orkan var frábær hjá Stólunum, þeir spiluðu mjög góða vörn eftir fyrsta leikhluta og var stigaskorið vel dreift hjá þeim hér. Þetta þýðir að Stólarnir séu á leiðinni í úrslit á móti Valsmönnum á meðan Njarðvíkingar eru að fara í sumarfrí.

Tölfræði leiks

Myndasafn (SBS)

Fréttir
- Auglýsing -