spot_img
HomeFréttirStólarnir halda veisluna en horfa á úr stúkunni

Stólarnir halda veisluna en horfa á úr stúkunni

Í kvöld lauk átta liða úrslitum Lengjubikarsins í karlaflokki. Á föstudag fara undanúrslit keppninnar fram í Síkinu á Sauðárkróki og heimamenn þeir misstu af lestinni í kvöld með 85-75 tapi gegn Þór Þorlákshöfn.

Liðin sem mætast í undanúrslitum verða FSu og Stjarnan kl. 18:15 á föstudag og svo Þór Þorlákshöfn og Haukar kl. 20:30 hið sama kvöld en báðir leikir fara fram í Síkinu. Úrlsitaleikurinn fer svo fram á Laugardag kl. 16:30. 

Lokahnykkur Lengjubikars karla 2015, Sauðárkrókur:

02-10-2015 18:15 FSu   Stjarnan
02-10-2015 20:30 Þór Þ.   Haukar
03-10-2015 16:30 Úrslitaleikur
 

Mynd/ Helgi Freyr og félagar í Tindastól þurfa að fylgjast með úrslitum Lengjubikarsins úr stúkunni í Skagafirði um komandi helgi. 

Fréttir
- Auglýsing -