spot_img
HomeFréttirStólarnir fyrstir að leggja Stjörnuna

Stólarnir fyrstir að leggja Stjörnuna

Tindastóll varð í dag fyrsta liðið í 1. deild kvenna til þess að vinna sigur á Stjörnunni. Liðin áttust við í Ásgarði í Garðabæ þar sem Tindastóll fór með 62-70 sigur af hólmi.
 
 
Stjarnan komst í 31-20 í 2. leikhluta en Tindastóll skoraði sjö síðustu stig hálfleiksins og minnkaði muninn í eitt stig, 33-32.
 
Tashawna Higgins tók yfir í seinni hálfleiknum þar sem hún var með 20 stig, 8 fráköst og 9 stolna. Endaði með þrennu (32 stig, 14 fráköst, 13 stolna sem og 10 fiskaðar villur).
 
Linda Þórdís Róbertsdóttir var frábær í fyrri hálfeik (endaði með tvennu 12 stig og 10 fráköst – 10 stig og 5 fráköst í fyrri) og þær Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir ( 3 af 5 í þriggja) og Bríet Lilja Sigurðardóttir (11 stig, 5 fráköst og 5 stoðs) voru einnig öflugar.
 
Hjá Stjörnunni var Bryndís Hanna Hreinsdóttir atkvæðamest með 23 stig og 7 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir gerði 11 stig og Eva María Emilsdóttir var með 9 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Þrátt fyrir ósigurinn er Stjarnan enn á toppi deildarinnar en Tindastóll komst upp í 4. sætið ásamt Breiðablik og Fjölni en Blikar eiga tvo leiki til góða á Stjörnuna og Fjölnir einn en Tindastóll hefur leikið fimm leiki rétt eins og topplið Garðbæinga.
 
 
Mynd/ ÓskarÓ – Það var nú lítið mál að kalla saman í eina liðsmynd af kvennaliði Tindastóls eftir sigurinn í Ásgarði í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -