Einn leikur fór fram í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í kvöld.
Tindastóll lagði Stjörnuna í Síkinu í þriðja leik liðanna, en staðan í einvíginu er 2-1.
Fyrsta leik seríunnar vann Tindastóll heima í Síkinu í spennandi leik. Annan leik liðanna vann Stjarnan svo nokkuð örugglega á heimavelli sínum í Umhyggjuhöllinni.
Hérna er heimasíða deildarinnar
Úrslit kvöldsins
Bónus deild karla – Úrslit
Tindastóll 110 – 97 Stjarnan
(Tindastóll leiðir 2-1)
Tindastóll: Dedrick Deon Basile 24/6 fráköst/10 stoðsendingar, Sadio Doucoure 20/13 fráköst, Giannis Agravanis 20/4 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 17/4 fráköst, Adomas Drungilas 13/7 fráköst, Davis Geks 13, Pétur Rúnar Birgisson 3, Hannes Ingi Másson 0, Ragnar Ágústsson 0, Axel Arnarsson 0, Víðir Elís Arnarsson 0, Sigurður Stefán Jónsson 0.
Stjarnan: Hilmar Smári Henningsson 22, Jase Febres 20/11 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/7 stoðsendingar, Orri Gunnarsson 12, Júlíus Orri Ágústsson 11/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/5 fráköst, Shaquille Rombley 8/4 fráköst, Viktor Jónas Lúðvíksson 0, Kristján Fannar Ingólfsson 0, Bjarni Guðmann Jónson 0.



