spot_img
HomeFréttirStólarnir á Suðurleið

Stólarnir á Suðurleið

Einn leikur fer fram í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í kvöld en þá mæta Tindastólsmenn í Schenkerhöllina í aðra undanúrslitaviðureignina gegn Haukum. Tindastóll tók öfluga 1-0 forystu með 94-64 stórsigri í fyrsta leik þar sem Haukablaðran sprakk í síðari hálfleik.

Stólarnir eru á Suðurleið þar sem Skagafjörður sjálfur hefur boðið til endurgjaldslausra sætaferða í Hafnarfjörð svo það er alveg gefið að það verða læti í námunda við álverið í kvöld. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 

Viðureign: Tindastóll 1-0 Haukar

Fréttir
- Auglýsing -