Tindastóll trónir á toppi úrvalsdeildar karla nú þegar jólafríið er hafið í Domino´s-deild karla. Reyndar deila þeir toppsætinu með Stjörnunni þar sem bæði lið hafa 18 stig en Tindastóll á toppnum með betri stöðu innbyrðis milli toppliðanna. Strákarnir úr Síkinu hafa aðeins einu sinni áður verið í þessari stöðu!
Árið 2000 var Tindastóll einnig á toppi deildarinnar í jólafríinu en voru þá liðið sem var með lakari innbyrðisstöðu og Keflvíkingar því í fyrsta sætinu þau jólin.
Eins og gefur að skilja varð Tindastóll ekki Íslandsmeistari 2000 þar sem liðið hefur aldrei hampað þeim stóra en þeir eru að feta nýjar slóðir með toppsætinu þessi jól, teikn á lofti um komandi velgengni?
Það sem við þó vitum er að Tindastóll er á toppnum núna með 18 stig rétt eins og Stjarnan, bæði lið hafa unnið 9 leiki en tapað tveimur, Tindastóll tapaði gegn KR 98-78 og gegn Keflavík 101-79. Stjarnan tapaði gegn Tindastól 83-91 og gegn Skallagrím 78-73.
Þess má svo geta að einn leikmaður Tindastóls sem enn í dag spilar með liðinu var í liðinu fyrir hartnær 17 árum sem deildi toppsætinu með Keflavík en það er kempan Svavar Atli Birgisson.
Mynd/ Svavar Atli á góðri stundu ásamt Brynjari Þór Björnssyni fyrirliða KR.



