spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStóðust áhlaup Ármanns

Stóðust áhlaup Ármanns

KR hafði betur gegn Ármanni í kvöld í Bónus deild kvenna, 79-68.

Eftir leikinn er KR í 1. til 4. sæti deildarinnar með 14 stig á meðan Ármann er í 9. sætinu með 2 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, en um miðbygg fyrsta fjórðungs náðu heimakonur góðum tökum og voru 11 stigum yfir að fyrsta fjórðung loknum. Undir lok fyrri hálfleiksins halda þær áfram að bæta í sarpinn og eru komnar með 23 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Ármann að gera betur í að halda í við KR og koma í veg fyrir að leikurinn fari algjörlega í þriðja fjórðungnum. Munurinn þó enn 17 stig fyrir lokaleikhlutann KR í vil.

Áhlaup Ármanns að forskoti heimakvenna í fjórða leikhlutanum var gott. Þær ná hægt og bítandi að vinna niður muninn og komast átta stigum næst þeim í fjórðungnum áður en KR segir hingað og ekki lengra. Niðurstaðan að lokum nokkuð öruggur, en allt annað en þægilegur, sigur KR, 79-68.

Stigahæstar fyrir KR í leiknum voru Molly Kaiser með 25 stig og Eve Braslis með 17 stig.

Fyrir Ármann var stigahæst Nabaweeyah Ayomide Mcgill með 19 stig og við það bættu Jónína Þórdís Karlsdóttir og Khiana Johnson 16 stigum hvor.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -