spot_img
HomeFréttirStóð tæpt hjá Hayward

Stóð tæpt hjá Hayward

 
Duke skólinn er bandarískur háskólameistari í körfubolta þetta árið en minnstu mátti þó muna að Butler hefði stolið sigrinum þegar Gordon Hayward skaut lokaskotinu frá miðjum vellinum í úrslitaleik liðanna. Boltinn fór í spjaldið og hringinn og dansaði í burtu svo liðsmenn Duke fögnuðu sigri og tæpara mátti það vart standa.
ESPN sjónvarpsstöðin heldur úti þætti sem nefnist Sport Science þar sem farið er ítarlega ofan í hin ýmsu mál og m.a. lokaskot Hayward, eins og fram kemur í þessu myndbandi má sjá að það er stutt á milli hláturs og gráturs í bransanum.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -